Fótbolti

Marca: PSG býður Mourinho óútfyllta ávísun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho Mynd/AP
Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid og miklar vangaveltur eru í gangi að hann fari frá félaginu í vor. Til viðbótar berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germain sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín.

Marca hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Paris Saint-Germain hafi boðið Mourinho óútfyllta ávísun þar sem að portúgalski þjálfarinn getur ákveðið sjálfur um hvaða ofurlaun hann fær hjá franska félaginu.

Að auki ætla eigendur PSG að veiða Mourinho með því að bjóða honum fulla knattspyrnu- og peningastjórn á félaginu sem þýðir að hann getur selt og keypt þá leikmenn sem hann vill.

Nasser Al Khelaifi er hægri hönd Sheiksins í Katar sem keypti félagið og hefur dælt inn í það peningi síðan en Al Khelaifi er ekki tilbúinn að staðfesta sögusagnirnar í viðtali við Marca.

„Mourinho er mjög klár og er að skila frábæru starfi hjá Madrid. Við erum samt ánægðir með Ancelotti og erum ekki að plana þjálfarabreytingar," sagði Nasser Al Khelaifi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×