007 og Sinfó í Hörpu 18. janúar 2012 16:30 Njósnari hinnar hátignar ræður ríkjum í Hörpu næstu daga ásamt Sinfó og söngvurum. Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngvara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr myndinni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon. „Lögin sem hver og einn syngur eru valin í samráði við stjórnandann, sem fékk okkur til að syngja fyrir sig til að sjá hvaða lög hentuðu hverjum. En Nobody Does it Better er eitt af mínum eftirlætis Bond-lögum og ég hafði það alltaf í huga," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, sem flytur lagið úr Bond-myndinni The Spy Who Loved Me, sem upphaflega var flutt af Carly Simon, á þrennum James Bond-tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á í Hörpu dagana 19., 20. og 21. janúar. Fljótlega seldist upp á fyrri tvo tónleikana og því var þeim þriðju bætt við. Í ár er hálf öld liðin síðan njósnari hinnar hátignar birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Dr. No, en alls eru myndirnar orðnar 24 talsins. Ásamt Sigríði syngja þau Valgerður Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem einnig er kynnir, lög úr þessum vinsælu myndum með Sinfóníunni. Allir ættu að þekkja titilstefið, en auk þess hafa listamenn á borð við Paul McCartney, Tinu Turner, Duran Duran, Tom Jones, Sheryl Crow, Madonnu, Aliciu Keys og Shirley Bassey flutt lög í myndunum. Stjórnandi er hinn breski Carl Davis sem stýrt hefur Bond-tónleikum víða um heim við góðar undirtektir. Davis stjórnar Fílharmóníuhljómsveitum London og Liverpool í Englandi reglulega og hefur meðal annars unnið með téðum Paul McCartney þegar Bítillinn fyrrverandi hefur fetað út á brautir sígildrar tónlistar. Á síðustu breiðskífu Hjaltalín var að finna lagið Feels Like Sugar sem mörgum þótti afar „Bond-legt" og segist Sigríður ekki hafa farið varhluta af því.Flutt verða nokkur Bond-lög af Connery-tímabilinu.„Það töluðu margir um þessi líkindi, sérstaklega erlendis, og veltu fyrir sér hvort ég hefði hlustað mikið á Shirley Bassey í gegnum tíðina og tileinkað mér hennar stíl. Svo er reyndar ekki, en ég skil tenginguna vel því Feels Like Sugar er auðvitað dramatískt lag með stórri hljómsveit eins og ekta Bond-lag. Við ættum kannski að prófa að senda það til framleiðenda Bond-myndanna og sjá hvernig þeim líst á," segir hún og hlær, en hún hefur séð flestar af eldri Bond-myndunum og segist kunna sérlega vel að meta lögin úr þeim. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngvara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr myndinni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon. „Lögin sem hver og einn syngur eru valin í samráði við stjórnandann, sem fékk okkur til að syngja fyrir sig til að sjá hvaða lög hentuðu hverjum. En Nobody Does it Better er eitt af mínum eftirlætis Bond-lögum og ég hafði það alltaf í huga," segir söngkonan Sigríður Thorlacius, sem flytur lagið úr Bond-myndinni The Spy Who Loved Me, sem upphaflega var flutt af Carly Simon, á þrennum James Bond-tónleikum sem Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á í Hörpu dagana 19., 20. og 21. janúar. Fljótlega seldist upp á fyrri tvo tónleikana og því var þeim þriðju bætt við. Í ár er hálf öld liðin síðan njósnari hinnar hátignar birtist fyrst á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Dr. No, en alls eru myndirnar orðnar 24 talsins. Ásamt Sigríði syngja þau Valgerður Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem einnig er kynnir, lög úr þessum vinsælu myndum með Sinfóníunni. Allir ættu að þekkja titilstefið, en auk þess hafa listamenn á borð við Paul McCartney, Tinu Turner, Duran Duran, Tom Jones, Sheryl Crow, Madonnu, Aliciu Keys og Shirley Bassey flutt lög í myndunum. Stjórnandi er hinn breski Carl Davis sem stýrt hefur Bond-tónleikum víða um heim við góðar undirtektir. Davis stjórnar Fílharmóníuhljómsveitum London og Liverpool í Englandi reglulega og hefur meðal annars unnið með téðum Paul McCartney þegar Bítillinn fyrrverandi hefur fetað út á brautir sígildrar tónlistar. Á síðustu breiðskífu Hjaltalín var að finna lagið Feels Like Sugar sem mörgum þótti afar „Bond-legt" og segist Sigríður ekki hafa farið varhluta af því.Flutt verða nokkur Bond-lög af Connery-tímabilinu.„Það töluðu margir um þessi líkindi, sérstaklega erlendis, og veltu fyrir sér hvort ég hefði hlustað mikið á Shirley Bassey í gegnum tíðina og tileinkað mér hennar stíl. Svo er reyndar ekki, en ég skil tenginguna vel því Feels Like Sugar er auðvitað dramatískt lag með stórri hljómsveit eins og ekta Bond-lag. Við ættum kannski að prófa að senda það til framleiðenda Bond-myndanna og sjá hvernig þeim líst á," segir hún og hlær, en hún hefur séð flestar af eldri Bond-myndunum og segist kunna sérlega vel að meta lögin úr þeim. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp