Rangfærslum svarað Sigmar Guðmundsson skrifar 18. janúar 2012 06:00 Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar