Þátturinn sem allir horfa á 29. desember 2012 08:00 Áramótaskaupið í Hálsaskógi Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum." Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum."
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira