Erlent

Hugsanlegt að afbrýðissemi hafi fellt Osama bin Laden

Það er vel hugsanlegt að Osama bin Laden fyrrum leiðtogi al-Kaída hafi fallið vegna afbrýðissemi einnar af eiginkonum sínum.

Í frétt um málið í breska blaðinu Independent segir að sú elsta af þremur eiginkonum bin Laden hafi lekið upplýsingum um einbýlishúsið sem hann bjó í til bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Ástæðan hafi verið afbrýðissemi út í þriðju og nýjustu eiginkonu bin Laden.

Það er fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Pakistan sem heldur þessu fram en hann hefur rannsakað málið undanfarna átta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×