Innlent

Björn Valur um Eir: Lítur út eins og skipulögð glæpastarfsemi

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, vill að stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar verði kærðir til lögreglu og segir að staða heimilisins sé ekki bara dæmi um tæra spillingu, heldur lítur út fyrir að um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

Stöð 2 hefur fjallað ítarlega um málið síðustu daga en hjúkrunarheimilið skuldar 8 milljarða króna. Björn Valur segir að stjórnendurnir vissu í hvað stefndi. „Þeir nörruðu eldra fólk til að setja háar upphæðir, oft ævisparnaðinn í fjárfestingu sem ekki var til. Með gerðum sínum gætu þeir valdið því að stór hópur eldri borgara verði siptir öllu sínu," segir hann í pistli á vefsíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×