Viðskipti innlent

Drífa kaupir Víkurprjón

Drífa ehf sem á m.a. vörumerkið Icewear hefur keypt Víkurprjón ehf í Vík í Mýrdal. Í tilkynningu frá Drífu segir að stefnt sé að því að reka fyrirtækið áfram í óbreyttri mynd.

„Víkurprjón er með sauma og prjónastofu sem framleiðir sokka og peysur aðallega úr íslenskri ull ásamt því að reka verslun á staðnum sem aðallega selur til ferðamanna. Hjá Víkurprjóni starfa 17 manns. Þórir Kjartansson stofnaði Víkurprjón ásamt nokkurum félögum sínum fyrir 32 árum og er fyrirtækið með þeim þekktari í ullariðnaði hér á landi. Víkurprjón hefur gengið vel á undanförunum árum."

Drífa selur Icewear útisvistarvörur um land allt og er með tvær verslanir í Reykjavík og Garðabæ. „Drífa-Icewear er einnig stór dreifinaraðili á ferðamannavörum sem eru seldar í flestum ferðamannaverslunum á landinu. Drífa-Icewear var stofað árið 1972 og fagnar 40 ára afmæli í ár. Lengst af framleiddi Drífa-Icewear íslenskar ullarvörur en s.l. 8 ár hefur fyrtækið þróað alhliða útivistarlínu. Hjá Drífu starfa í dag 14 manns."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×