Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar 27. mars 2012 14:18 Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: „Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar." Forsagan er sú að Þórður á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þórður segir að það sé ranglega ályktað. Hann segist ekki geta séð annað en að annarlegar hvatir liggi að baki þessu háttalagi Sigrúnar Ágústu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: YFIRLÝSING ÞÓRÐAR CLAUSEN ÞÓRÐARSONARvegna umfjöllunar Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu undir fyrir sögnunum „Segir að Gunnar hafi beitt hræðslustjórnun" og „Reyndi að hafa áhrif á vitnisburð"Í Morgunblaðinu í dag, 27. mars 2012, birtist umfjöllun Agnesar Bragadóttur um samskipti mín við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Sigrún Ágústa hefur verið ákærð ásamt stjórnarformanni og stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins í tengslum við m.a. meintar ólögmætar lánveitingar lífeyrissjóðsins til Kópavogsbæjar.Það er ranglega ályktað að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu í fyrrgreindu sakamáli eða lagt að henni að hagræða á einhvern hátt þeim framburði. Ég hafði átt gott samstarf við Sigrúnu Ágústu og þekkti hana ekki af öðru en heiðarleika. Í fyrri samskiptum okkar hafði hún sagt mér frá því að stjórnarformaður lífeyrissjóðsins hafi hótað sér brottrekstri nokkru fyrir hrunið er hún lagðist gegn tilteknum ráðstöfunum á fjármunum sjóðsins þar sem hún taldi þær óráð. Skrifaði hún stjórnarformanninum bréf þar sem hún mótmælti framkomu hans. Þetta var á allra vitorði.Samskipti þau sem um er fjallað í Morgunblaðinu og vörðuðu fyrrgreint sakamál voru að frumkvæði Sigrúnar Ágústu. Ég fann til með henni þar sem hún var búin að vera atvinnulaus í um tvö ár og vildi því liðsinna henni sem gamall vinur. Ég hafði unnið ýmis lögfræðistörf fyrir lífeyrissjóðinn undir framkvæmdastjórn Sigrúnar Ágústu um árabil og tengdust þau ekki störfum mínum fyrir Kópavogsbæ.Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar.Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að Sigrún Ágústa skyldi með ólögmætum hætti hljóðrita símtal okkar. Ég taldi mig vera að veita Sigrúnu Ágústu liðsinni eftir minni bestu vitund og þekkingu á málinu og veldur framkoma hennar mér því vonbrigðum. Ekkert annað en annarlegar hvatir geta legið að baki þessu háttalagi.Ég mun að öðru leyti ekki tjá mig frekar um mál þetta eða tengt sakamál.Virðingarfyllst, Þórður Clausen Þórðarson Tengdar fréttir Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: „Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar." Forsagan er sú að Þórður á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. Þórður segir að það sé ranglega ályktað. Hann segist ekki geta séð annað en að annarlegar hvatir liggi að baki þessu háttalagi Sigrúnar Ágústu. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni: YFIRLÝSING ÞÓRÐAR CLAUSEN ÞÓRÐARSONARvegna umfjöllunar Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu undir fyrir sögnunum „Segir að Gunnar hafi beitt hræðslustjórnun" og „Reyndi að hafa áhrif á vitnisburð"Í Morgunblaðinu í dag, 27. mars 2012, birtist umfjöllun Agnesar Bragadóttur um samskipti mín við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Sigrún Ágústa hefur verið ákærð ásamt stjórnarformanni og stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins í tengslum við m.a. meintar ólögmætar lánveitingar lífeyrissjóðsins til Kópavogsbæjar.Það er ranglega ályktað að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu í fyrrgreindu sakamáli eða lagt að henni að hagræða á einhvern hátt þeim framburði. Ég hafði átt gott samstarf við Sigrúnu Ágústu og þekkti hana ekki af öðru en heiðarleika. Í fyrri samskiptum okkar hafði hún sagt mér frá því að stjórnarformaður lífeyrissjóðsins hafi hótað sér brottrekstri nokkru fyrir hrunið er hún lagðist gegn tilteknum ráðstöfunum á fjármunum sjóðsins þar sem hún taldi þær óráð. Skrifaði hún stjórnarformanninum bréf þar sem hún mótmælti framkomu hans. Þetta var á allra vitorði.Samskipti þau sem um er fjallað í Morgunblaðinu og vörðuðu fyrrgreint sakamál voru að frumkvæði Sigrúnar Ágústu. Ég fann til með henni þar sem hún var búin að vera atvinnulaus í um tvö ár og vildi því liðsinna henni sem gamall vinur. Ég hafði unnið ýmis lögfræðistörf fyrir lífeyrissjóðinn undir framkvæmdastjórn Sigrúnar Ágústu um árabil og tengdust þau ekki störfum mínum fyrir Kópavogsbæ.Ráðleggingar mínar til hennar voru fyrst og fremst þær að leggja spilin á borðið, þ.e. að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Vegna þess sem fram kom í máli Sigrúnar Ágústu í fyrri samskiptum sem ég hafði átt við hana um samskipti hennar og stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, taldi ég að ljóst mætti vera hver hefði haft tögl og hagldir í fyrrgreindri atburðarás. Fráleit er því sú umfjöllun Morgunblaðsins að ég hafi reynt að hafa áhrif á framburð Sigrúnar Ágústu eða lagt að henni að hagræða vitnisburði sínum, að líkindum á þann veg að hann væri ekki sannleikanum samkvæmur. Það kom mér aldrei til hugar.Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að Sigrún Ágústa skyldi með ólögmætum hætti hljóðrita símtal okkar. Ég taldi mig vera að veita Sigrúnu Ágústu liðsinni eftir minni bestu vitund og þekkingu á málinu og veldur framkoma hennar mér því vonbrigðum. Ekkert annað en annarlegar hvatir geta legið að baki þessu háttalagi.Ég mun að öðru leyti ekki tjá mig frekar um mál þetta eða tengt sakamál.Virðingarfyllst, Þórður Clausen Þórðarson
Tengdar fréttir Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48