Fótbolti

AZ á toppinn í Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Nordic Photos / AFP
AZ Alkmaar er komið aftur í efsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Heracles í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í lok fyrri hálfleiks en staðan var þá 2-0.

AZ komst í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks en missti svo mann af velli með rautt spjald stuttu síðar. Heracles minnkaði muninn úr vítaspyrnu en nær komst liðið ekki.

PSV Er einu stigi á eftir AZ og á leik til góða gegn Twente á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×