Fótbolti

Alfreð skoraði í stórsigri Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Alfreð Finnbogason er kominn á beinu brautina á ný en hann skoraði eitt marka Lokeren í 4-0 sigri liðsins á Westerlo í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð spilaði allan leikinn en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu. Þetta var aðeins hans annar deildarleikur eftir áramót en síðast var hann í byrjunarliði Lokeren á milli jóla og nýárs.

Markið er kærkomið fyrir Alfreð sem virðist kominn á gott skrið en hann skoraði einnig í landsleik Íslands og Svartfjallalands á dögunum.

Lokeren er í áttunda sæti deildarinnar með 40 stig, 20 stigum á eftir toppliði Anderlecht. Westerlo er í neðsta sæti deildarinnar með sautján stig en þetta var sjötta tap liðsins í röð.

Stefán Gíslason spilaði allan leikinn með Leuven sem gerði markalaust jafntefli við Lierse. Þá var Jón Guðni Fjóluson á bekknum þegar að Germinal Beerschot tapaði fyrri Mons, 4-2, á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×