Blaðamannaverðlaun ársins voru afhend í listasafni Kópavogs-Gerðasafni í dag. Einnig voru afhend verðlaun fyrir framúrskarandi mynda- og ljósmyndatöku.
Blaðamannaverðlaun voru afhent í þremur flokkum, það er, Blaðamannaverðlaun ársins, Rannsóknarblaðamennska ársins og Bestu umfjöllun ársins.
Helga Arnardóttir, fréttamaður á Stöð 2, hlaut blaðamannaverðlaun fyrir umfjöllun ársins í dag. Helga fjallaði ítarlega um Geirfinnsmálið í Íslandi í dag á Stöð 2. Helga vann umfjöllunina ásamt Jón Grétari Gissurarsyni,
Svavar Hávarðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, vann einnig til verðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. Hann var tilnefndur fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.
Þá fékk Jón Björgvinsson hjá Ríkisútvarpinu blaðamannaverðlaun ársins 2011 fyrir fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins," uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir blaðaljósmyndir ársins en verðlaun voru veitt í átta flokkum.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins 2011. Þá hlaut Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður Stöðvar 2, verðlaun fyrir besta myndskeiðið í flokknum Fagmennska.
Blaðamannaverðlaunin veitt í dag
Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent





Diljá Mist boðar til fundar
Innlent


Engin röð á Læknavaktinni
Innlent

