Fótbolti

Kári og félagar stöðvuðu sautján leikja sigurgöngu Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Nordic Photos / Getty Images
Kári Árnason spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Aberdeen, gerði 1-1 jafntefli við topplið Celtic í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Celtic hafði spilað sautján sigurleiki í röð í skosku deildinni enda er liðið með meira en 20 stiga forystu á toppnum.

Leikurinn þótti fjörlegur en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Anthony Stokes kom Celtic yfir á 29. mínútu en Aberdeen jafnaði þegar að Gavin Rae skaut að marki. Boltinn breytti um stefnu á varnarmanninum Andre Blackman og var markið skráð sem sjálfsmark hans.

Aberdeen er í sjöunda sæti deildarinnar með 33 stig en Celtic er á toppnum með 75 stig. Rangers kemur næst með 54 stig en á reyndar tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×