Erlent

Morðinginn í Malmö neitar

Peter Mangs
Peter Mangs
Réttarhöld hófust í gær yfir Peter Mangs, manninum sem er talinn hafa borið ábyrgð á fjölda skotárása í Malmö í Svíþjóð.

Mangs er ákærður fyrir að hafa drepið tvo karlmenn af erlendum uppruna árið 2003 og sænska konu sem var í bíl með manni af erlendum uppruna árið 2009. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tólf morðtilraunir til viðbótar.

Mangs viðurkenndi að hafa framið skemmdarverk með því að skjóta á tvö götuskilti. Að öðru leyti neitaði hann sök. Lögfræðingur hans sagði fyrir dómi í gær að hann væri ekki kynþáttahatari, en árásirnar hafa verið tengdar kynþáttafordómum. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×