Enski boltinn

Rodgers vill kaupa Gylfa ef hann fer ekki til Swansea

Enskir fjölmiðlar halda áfram að orða Gylfa Þór Sigurðsson við Liverpool. Stjóri félagsins, Brendan Rodgers, segist fylgjast vel með framvindu mála hjá Gylfa en tekur þó fram að hann muni virða samkomulag við Swansea og ætli sér ekki að stela Gylfa. Hann muni þó reyna að kaupa hann ef Gylfi endar úti á markaðnum á ný.

Swansea var búið að semja við félag Gylfa, Hoffenheim, um 6,8 milljón punda kaupverð á Gylfa og staðfesti síðan að samningar hefðu náðst við Gylfa sjálfan.

Gylfi hefur þó ekki viljað skrifa undir samning við Swansea enda liggur ekki enn fyrir hver verði stjóri félagsins.

"Gylfi er fyrst og fremst leikmaður Hoffenheim í dag. Ég vildi kaupa hann til Swansea og það er hans fyrsta mál að afgreiða það eins og staðan er í dag," sagði Rodgers við heimasíðu Liverpool.

"Ef hann aftur á móti lendir aftur á markaðnum þá efast ég ekki um að mörg félög muni bera víurnar í hann. Þar á meðal við. Ég vil samt gefa Swansea frið og tíma til þess að reyna að semja við hann. Það er hið rétta í stöðunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×