Erlent

Stjórnin tapar miklu fylgi

helle thorning-smith
helle thorning-smith
Stjórnarflokkarnir í Danmörku fá herfilega útreið í nýrri skoðanakönnun og mikil óánægja er með störf forsætisráðherrans Helle Thorning-Schmidt.

Í könnuninni, sem DR segir frá, eru vinstri flokkarnir með 42,3 prósent fylgi en hægri flokkarnir eru með 57,7 prósent.

Thorning hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hún tók við embættinu í september en nú segjast 68 prósent aðspurðra ósáttir við frammistöðu hennar í starfi.

Sérfræðingur DR segir að Jafnaðarmannaflokkur Thorning hafi aldrei nokkru sinni komið svo illa út í könnunum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×