Milljónastyrkur til kylfinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 00:01 Samningnum fagnað. Birgir Leifur og Tinna auk fulltrúa fyrirtækjanna fjögurra og forsvarsmanna Golfsambands Íslands.Fréttablaðið/Stefán Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Fimm kylfingar njóta góðs af styrknum í ár. Þeir eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Ólafur Björn Loftsson NK auk GR-mannanna Stefáns Más Stefánssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar. Ólympíusæti góð afmælisgjöf15 milljónir eru miklir peningar í íslensku afreksíþróttastarfi. Til samanburðar fær frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir tæpar tvær milljónir króna úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en hún er ein á A-styrk. B-styrkhafar, sem eru þrettán, fá tæpa milljón í styrk. Birgir Leifur segir stofnun sjóðsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenska kylfinga. „Það er alltaf þessi hjalli hjá öllum íþróttamönnum að fá fjármagn til að keppa úti og láta drauminn rætast. Þegar það er komið verður eftirleikurinn auðveldari," segir Birgir Leifur. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016 eftir 112 ára hlé. Afrekssjóðurinn styður íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast þangað. „Eftir fjögur ár verð ég fertugur þannig að það væri ágætis afmælisgjöf," segir Birgir Leifur. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila en fimm manna fagteymi gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem á sæti í teyminu. Hann segir það hafa verið erfitt að velja kylfingana fimm. „Þessi hópur sem sjóðurinn styrkir verður alltaf mjög þröngur. Markmiðið er ekki að styrkja 10-15 manns heldur verða alltaf 2-5 kylfingar sem fá styrk úr sjóðnum," segir Úlfar og leggur áherslu á að eftirsóknarvert og erfitt eigi að vera að komast í hópinn. Huglægt mat að baki valinu„Við viljum að það sé eftirsóknarvert og erfitt að komast að. Kylfingar þurfa að hafa mjög mikið til brunns að bera. Vera metnaðarfullir í markmiðasetningu sinni en einnig mjög duglegir. Vinna þeirra á bakvið markmiðin skiptir einnig máli og þannig er mat okkar í teyminu að einhverju leyti huglægt. Þessir kylfingar hafa sýnt að þeir vinna mjög agað og skipulega," segir Úlfar. Tinna Jóhannsdóttir segir það mikinn heiður að vera fulltrúi kvenna í hópnum. „Ég er ótrúlega stolt og vona að þetta verði hvatning fyrir hinar stelpurnar sem eru að velta því fyrir sér að keppa erlendis. Þær eiga ekki að vera hræddar við að taka stökkið," segir Tinna. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Fimm kylfingar njóta góðs af styrknum í ár. Þeir eru Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Tinna Jóhannsdóttir úr GK og Ólafur Björn Loftsson NK auk GR-mannanna Stefáns Más Stefánssonar og Þórðar Rafns Gissurarsonar. Ólympíusæti góð afmælisgjöf15 milljónir eru miklir peningar í íslensku afreksíþróttastarfi. Til samanburðar fær frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir tæpar tvær milljónir króna úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands en hún er ein á A-styrk. B-styrkhafar, sem eru þrettán, fá tæpa milljón í styrk. Birgir Leifur segir stofnun sjóðsins hafa mikla þýðingu fyrir íslenska kylfinga. „Það er alltaf þessi hjalli hjá öllum íþróttamönnum að fá fjármagn til að keppa úti og láta drauminn rætast. Þegar það er komið verður eftirleikurinn auðveldari," segir Birgir Leifur. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016 eftir 112 ára hlé. Afrekssjóðurinn styður íslenska kylfinga til að ná því markmiði að komast þangað. „Eftir fjögur ár verð ég fertugur þannig að það væri ágætis afmælisgjöf," segir Birgir Leifur. Í stjórn sjóðsins situr einn fulltrúi frá hverjum stofnaðila en fimm manna fagteymi gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, er einn þeirra sem á sæti í teyminu. Hann segir það hafa verið erfitt að velja kylfingana fimm. „Þessi hópur sem sjóðurinn styrkir verður alltaf mjög þröngur. Markmiðið er ekki að styrkja 10-15 manns heldur verða alltaf 2-5 kylfingar sem fá styrk úr sjóðnum," segir Úlfar og leggur áherslu á að eftirsóknarvert og erfitt eigi að vera að komast í hópinn. Huglægt mat að baki valinu„Við viljum að það sé eftirsóknarvert og erfitt að komast að. Kylfingar þurfa að hafa mjög mikið til brunns að bera. Vera metnaðarfullir í markmiðasetningu sinni en einnig mjög duglegir. Vinna þeirra á bakvið markmiðin skiptir einnig máli og þannig er mat okkar í teyminu að einhverju leyti huglægt. Þessir kylfingar hafa sýnt að þeir vinna mjög agað og skipulega," segir Úlfar. Tinna Jóhannsdóttir segir það mikinn heiður að vera fulltrúi kvenna í hópnum. „Ég er ótrúlega stolt og vona að þetta verði hvatning fyrir hinar stelpurnar sem eru að velta því fyrir sér að keppa erlendis. Þær eiga ekki að vera hræddar við að taka stökkið," segir Tinna.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira