Innlent

Skorað á Davíð að bjóða sig fram til forseta

Hópur fólks þrýstir nú á Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra að gefa kost á sér til forseta. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Davíð mun enn sem komið er ekki hafa svarað þeim áskorunum.

Ekki er víst hvort Davíð sé hins vegar sjálfur að velta þessum málum yfirleitt fyrir sér, því í viðtali við nýjasta tölublað Verzlunarskólablaðsins, ársriti þeirra Verzlinga, segist Davíð vera ánægður í starfi ritstjóra Morgunblaðsins og segist ætla að vera í því starfi í fimm eða sex ár til viðbótar.

„Ég er mjög ánægður hérna og verð líklega hér í um fimm til sex ár til viðbótar. Ég ætla að reyna að skrifa meira, hvort sem það er fyrir sjálfan mig eða útgáfu. Það er mjög gaman að skrifa, ég geri það nánast á hverjum degi," segir Davíð í viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×