Körfubolti

Njarðvíkurkonur slógu út Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petrúnella Skúladóttir.
Petrúnella Skúladóttir. Mynd/Stefán
Njarðvík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta eftir 78-72 sigur á nágrönnunum úr Keflavík í framlengdum leik í Ljónagryfjunni.

Petrúnella Skúladóttir tryggði Njarðvík framlengingu með því að setja niður eitt af tveimur vítum á lokasekúndum venjulegs leiktíma en Njarðvík vann síðan framlenginguna 11-5.

Keflavíkurkonur voru tíu stigum yfir, 65-55, þegar aðeins tæpar sex mínútur voru eftir en leikur liðsins hrundi á lokamínútunum.

Njarðvíkurliðið vann ellefu síðustu mínútur leiksins (síðustu 6 mínúturnar af fjórða leikhluta og framlenginguna) með sextán stiga mun, 23-7. Keflavíkurliðið var tveimur stigum yfir í hálfeik, 38-36.

Pálína Gunnlaugsdóttir fékk sína fimmtu villu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og Keflavík var fimm stigum yfir, 67-62. Það vóg þungt á lokamínútunum að Keflavíkurliðið þurfti að spila án hennar.

Keflavík er Íslands- og bikarmeistari og efst í deildinni. Liðið hafði komið í bikarúrslitaleikinn undanfarin þrjú ár.



Njarðvík-Keflavík 78-72 (15-21, 21-17, 17-18, 14-11, 11-5)

Stig Njarðvíkur: Shanae Baker-Brice 22/7 fráköst/5 stolnir, Lele Hardy 19/20 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 17, Ína María Einarsdóttir 12, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2/12 fráköst.

Stig Keflavíkur: Jaleesa Butler 30/14 fráköst/6 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8/6 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Shanika Chantel Butler 3/4 fráköst/6 stoðsendingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×