Jakob Jóhann keppir á Ólympíuleikum í fjórða sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Jakob Jóhann Sveinsson keppti á sínum fyrstu leikum í Sydney árið 2000. Mynd/Anton Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu. Sund Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Sundsambandi Íslands bárust í gær þau góðu tíðindi að Jakob Jóhann Sveinsson fengi keppnisrétt í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast þann 27. júlí næstkomandi. Þar með er ljóst að Jakob Jóhann mun keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum frá upphafi og þar með bætast í fámennan hóp íslensks íþróttafólks sem hefur náð þeim árangri. Guðmundur Gíslason sundkappi var fyrstur til að afreka það þegar hann keppti á sínum fjórðu leikum árið 1972. Bjarni Friðriksson náði því árið 1992 og svo Vésteinn Hafsteinsson fjórum árum síðar. Skíðakappinn Kristinn Björnsson bættist svo í hópinn árið 2002 en hann er sá eini sem hefur náð því sem keppt hefur á vetrarleikunum. Jakob Jóhann er nú við æfingar í Englandi ásamt sex öðrum úr íslenska sundlandsliðinu. Þau eru nú að undirbúa sig fyrir Opna franska meistaramótið um helgina en eftir það fara Ólympíufararnir í æfingabúðir í Canet í Frakklandi. Sem stendur eru fimm íslenskir sundmenn komnir inn á leikana og er Jakob Jóhann eini karlinn. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, sagði við Fréttablaðið í gær góðar líkur á að Árni Már Árnason og Anton Sveinn McKee kæmust einnig inn en að það myndi vonandi skýrast í dag. Margir þættir ráða því hverjir komast inn og því erfitt að spá fyrir um það. Reikna má með að endanlegur þátttakendalisti liggi fyrir þann 9. júlí næstkomandi en þó mun FINA, Alþjóðasundsambandið, halda því opnu alveg fram að leikunum að bjóða sundfólki þátttökurétt ef einhver þátttakandi skyldi forfallast á síðustu stundu.
Sund Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira