Mercedes-Benz tískuvikan í New York stendur nú yfir og er vel sótt af fræga og ríka fólkinu.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af þeim stórstjörnum sem hafa litið við á helstu viðburði tískuvikunnar undanfarna daga.
Meðal þeirra eru ofurhjónin Catherine Zeta Jones og Michael Douglas en lítið hefur sést til þeirra opinberlega undanfarið. Það lá einstaklega vel á þeim og gáfu þau sér góðan tíma til að brosa til ljósmyndara og blanda geði.
Stórstjörnur á tískuviku
