Menning

Ítölsk mynd um Ísland

Nicolò Massazza og Iacopo Bedogni eru leikstjórar Tralala.
Nicolò Massazza og Iacopo Bedogni eru leikstjórar Tralala.
Glæný heimildarmynd um Ísland, séð með augum tveggja ítalskra listamanna, verður sýnd á Riff-hátíðinni. Hún nefnist Tralala og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðustu viku við góðar undirtektir.

Leikstjórarnir, þeir Nicolò Massazza og Iacopo Bedogni, eyddu sex mánuðum á Íslandi í leit að innblæstri.

Útkoman er mynd sem sýnir lífið á Íslandi korteri fyrir hrun. Fjölmargir Íslendingar tjá sig í myndinni, þ.á.m. Kári Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Bryndís Schram, Friðrik Þór Friðriksson, Elísabet Jökulsdóttir og Thor Vilhjálmsson heitinn.

Í aðdraganda Riff-hátíðarinnar verða haldin þrjú „pöbb-quiz“ á KEXI-hosteli. Hugleikur Dagsson verður spyrill á fyrsta kvöldinu fimmtudaginn 13. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×