Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta fær ekki frið fyrir ljósmyndurum í Búlgaríu en hún býr þar. Eftirfarandi texti birtist í búlgörsku blaði sem fylgist með lífi fræga fólksins þar í landi ásamt myndunum af Ásdísi:
Íslenska fegurðardísin Ásdís Rán (33) sýnir sig á ströndinni í Grikklandi með elskhuganum, Calvin Klein-fyrirsætunni og fótboltamanninum Angel Kalinov (26).
Þetta ofurheita par hefur verið að hittast síðustu mánuði eins og flestir vita en myndir voru teknar af þeim í vor þar sem þau yfirgáfu Sheraton-hótelið í Sofíu aðeins einum mánuði eftir að Ásdís greindi frá skilnaði þeirra Garðars Gunnlaugssonar fótboltamanns. Vitni segja að það hafi farið vel á með þeim þar sem þau nutu lífsins á ströndinni í Kavala. Flestir bíða spenntir eftir að vita hver verður svo heppinn að hreppa ísdrottninguna og velta menn nú fyrir hvort hún sé gengin út sem yrðu sorgarfréttir fyrir karlmennina í Búlgaríu. Ásdís sagði nýlega í viðtali að hún væri enn "single and happy" og væri ekki að hugsa um að fara í alvarlegt samband á næstunni.
Lífið hafði samband við Ásdísi og spurði hvort eitthvað væri að marka fréttina um samband hennar og Calvin Klein-fyrirsætunnar, Angels. Hún sagðist vissulega hafa notið frísins í Grikklandi en vildi ekki tjá sig að svo stöddu um samband sitt við manninn.
Meðfylgjandi má sjá umræddar myndir.
Ásdís Rán fær ekki frið

Mest lesið




Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp


Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf



