Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg í Þýskalandi, gerði sig sekan um óþarfa hrottaskap í leik Hamburg og Stuttgart um helgina.
Guerrero tæklaði þá markvörð Stuttgart út við hornfána og fékk réttilega að líta rauða spjaldið.
Staðan var þá 3-0 fyrir Stuttgart og Guerrero var ekki að höndla mótlætið sérstaklega vel.
Hægt er að sjá þessa ljótu tæklingu í myndbrotinu hér að ofan.

