Skoðun

Nýja Norðrið

Lega Íslands er auðlind vegna þeirrar aðstöðu og tækifæra, sem hún býður upp á. Íslendingar verða að nýta sér tækifærin í framtíðinni sem uppbyggingin í Nýja Norðrinu mun skapa. Þess vegna er Nýja Norðrið einn af hornsteinum í utanríkisstefnu stjórnmálahreyfingarinnar Hægri grænna, flokks fólksins. Íslendingar eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þeim gríðarlegu tækifærum sem uppbygging og umsvif á norðurslóðum munu skapa okkur á komandi áratugum.

Áhugi Evrópusambandsins (ESB) á norðurslóðum er skiljanlegur en ESB er efnahagslegt og pólitískt stórveldi og á mikilla hagsmuna að gæta vegna nýrra siglingaleiða og náttúruauðlinda í hinu Nýja Norðri. Íslendingar þurfa að halda vel á málum í því kapphlaupi sem hafið er á milli ríkja á norðurslóðum um aðgang að auðlindum sem þar er að finna. Íslendingar verða að gæta að strandríkin fimm haldi okkur ekki fyrir utan umræðuna. Bandaríkjamenn eru vinir okkar í þessu samhengi og getum við verið þeim þakklát fyrir þá vináttu.

Þessi litla þjóð verður einnig að gæta þess að ESB gleypi okkur ekki með húð og hári og nái óverðskulduðum yfirráðum yfir auðlindum okkar og Nýja Norðursins. Flokkurinn telur einnig nauðsynlegt að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og NATO að koma hér upp varnarliði á ný.

Hægri grænir eru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Flokkurinn telur óskynsamlegt að standa í aðlögunarferli við ESB á meðan efnahagslíf þjóðarinnar er í molum og hver höndin uppi á móti annarri. Flokkurinn vill að aðlögunarferlinu og aðildarviðræðum að ESB verði umsvifalaust hætt, umsóknin dregin til baka og framhaldið eingöngu ef þjóðin er spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eftir ítarlega endurskoðun EES-samningsins. Flokkurinn vill nota beint lýðræði, þ.e. þjóðaratkvæðagreiðslur, þegar um mjög mikilvæg mál er að ræða sem varða þjóðarhag.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×