Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi karatefólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 12:45 Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco með Íslandsmeistara sína í kata. Mynd/Karatesamband Íslands Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk. Innlendar Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sjá meira
Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk.
Innlendar Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sjá meira