Samkvæmt frétt enska götublaðsins The Sun sem birtist í dag mun Arsenal hafa fylgst með sóknarmanninum Aroni Jóhannssyni að undanförnu.
Aron hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með danska úrvalsdeildarfélaginu AGF að undanförnu en alls hefur hann skorað níu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum og tíu mörk alls á tímabilinu í jafn mörgum leikjum.
Meðal annars skoraði hann þrennu á rétt tæpum fjórum mínútum á dögunum og bætti þar með nýtt met í dönsku úrvalsdeildinni.
Aron hefur einnig verið orðaður við Ajax og AZ Alkmaar í Hollandi sem og nokkur ensk lið. Samningur Arons við AGF rennur út eftir tæpt ár.
The Sun: Arsenal með augastað á Aroni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn