Erlent

Bandaríkjamenn rannsaka árásina í Benghazi

Bandaríkjamenn hafa hafið rannsókn á andláti sendiherra síns í Líbýu og nokkurra annarra í árás á sendiráðskrifstofu Bandaríkjanna í borginni Benghazi.

Rannsóknin miðar að því að finna hverjir stóðu að baki árásinni og hvort hún hafi verið skipulögð með aðstoð manna úr öfgahópum herskárra múslima, svokölluðum Jihad hópum.

Í fyrstu var talið að árásin hafi verið gerð í kjölfar óskipulagðra mótmæla fyrir utan skrifstofuna en nú bendir flest til að hún hafi verið þaulskipulögð.

Barack Obama Bandaríkjanna sagði í gærdag að þeir sem stóðu fyrir árásinni yrðu látnir svara til saka fyrir hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×