Allt bendir til þess að Katrín og Margrét Lára verði báðar leikfærar á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 18:21 Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum á laugardaginn þar sem sigur tryggir íslensku stelpunum í það minnsta þátttöku í umspili um sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það hefur verið mikil óvissa í kringum þátttöku fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur og markahæsta leikmanns liðsins, Margrétar Láru Viðarsdóttur, í þessum mikilvæga leik. Allt bendir nú til þess að þær geti báðar verið með í leiknum á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. „Ég er bjartsýn á að geta verið leikfær miðað við hvernig þetta hefur gengið undanfarið en ég geri mér fulla grein fyrir því að það er þjálfarinn sem velur liðið og ég er ekki búin að spila marga leiki á síðustu tveimur mánuðum. Þetta verður bara að koma í ljós því ég ræð þessu ekki á endanum," sagði Katrín fyrir æfingu liðsins í dag. Katrín æfði reyndar ekki í dag en þó ekki vegna lærameiðslanna heldur vegna þess að hún tognaði á ökkla á æfingu í gær. Það var einnig gott hljóð í Margréti Láru sem var í fyrstu ekki valin í hópinn vegna meiðsla en var síðan bætt við hópinn á þriðjudaginn. „Ég er komin hingað með landsliðinu. Ég er ánægð með það og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað," sagði Margrét Lára en hún kom inn á sem varamaður í leik með Kristianstad í byrjun vikunnar. „Það gekk bara fínt í þessum leik. Ég spilaði einhverjar 20 til 25 mínútur. Ég vissi það á laugardeginum að ég yrði í hópnum með Kristianstad. Ég hafði þá strax samband við Sigga því ég vildi láta hann vita af því að ég væri í hóp og væri mögulega að fara að koma inn á. Ef ég get hjálpað liðinu mínu úti og verið til staðar fyrir það þá er ég að sjálfsögðu til staðar ef kallið kemur frá landsliðsþjálfaranum," sagði Margrét Lára sem var með á æfingunni í dag. Margrét Lára veit þó ekki frekar en Katrín hvert hlutverk hennar verður í leiknum við Norður-Íra. „Við erum ekkert búin að ræða það og það kemur bara í ljós. Við þurfum að láta æfingarnar þróast og svo velur Siggi bara sitt besta lið á laugardaginn. Maður tekur því bara hvort að maður spilar eða er á bekknum. Ég ætla að sinna mínu hlutverki eins vel og ég get," sagði Margrét Lára.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira