Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir BBI skrifar 10. október 2012 22:22 Þór Saari. Mynd/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. „Við ráðum ekki við þennan fjölda. Hann er að skemma landið," segir Þór og bendir á að ferðamenn séu þegar orðnir um tvöfalt fleiri en heimamenn og komi nánast allir til landsins á þriggja mánaða tímabili. Hugmyndir ferðaþjónustunnar séu að fjölga þeim upp í milljón og með sama áframhaldi muni þeir fara í tvær milljónir innan skamms. „Þetta mun ekki ganga upp. Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu," sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þór segir að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," segir hann. „Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi," segir Þór. „Menn virðast ætla að fara sömu leið í þessu máli eins og þeir fóru með síldina á sínum tíma og með fiskistofna síðar og virkjanir. Það er allt lagt undir í einu til að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það er staðan sem ferðaþjónustan er í núna," segir Þór og segir mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti.Finnurðu hljómgrunn meðal þingmanna í þessum efnum? spyr þáttarstjórnandi. „Það er hljómgrunnur meðal þingmanna um að ferðamenn séu orðnir of margir og það þurfi eitthvað að gera í því," svarar Þór en bætir við að þingmenn séu hræddir við að gagnrýna ferðaþjónustuna en tali um það sín á milli að eitthvað þurfi að gera í málunum en hvað nákvæmlega viti í raun enginn. Þór Saari ræddi stöðu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af þeirri skattahækkun sem blasir við í greininni á Alþingi í dag. Hér að ofan má heyra viðtalið við Þór í heild sinni. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira
Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. „Við ráðum ekki við þennan fjölda. Hann er að skemma landið," segir Þór og bendir á að ferðamenn séu þegar orðnir um tvöfalt fleiri en heimamenn og komi nánast allir til landsins á þriggja mánaða tímabili. Hugmyndir ferðaþjónustunnar séu að fjölga þeim upp í milljón og með sama áframhaldi muni þeir fara í tvær milljónir innan skamms. „Þetta mun ekki ganga upp. Ég vil ekki sjá Íslendinga svipta sínu landi fyrir einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu," sagði Þór í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þór segir að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," segir hann. „Ferðamennskan sviptir okkur Íslendinga því umhverfi sem við búum í og höfum alist upp í. Við getum ekki lengur farið á Þingvöll og notið þess að standa á hakinu og horfa á Þingvelli. Við getum ekki lengur farið á Gullfoss og Geysi og notið þess að fara þangað því það eru þúsundir útlendinga þar sem að trufla mann í sínu eigin landi," segir Þór. „Menn virðast ætla að fara sömu leið í þessu máli eins og þeir fóru með síldina á sínum tíma og með fiskistofna síðar og virkjanir. Það er allt lagt undir í einu til að græða sem mest á sem skemmstum tíma. Það er staðan sem ferðaþjónustan er í núna," segir Þór og segir mikilvægt að bregðast við með einhverjum hætti.Finnurðu hljómgrunn meðal þingmanna í þessum efnum? spyr þáttarstjórnandi. „Það er hljómgrunnur meðal þingmanna um að ferðamenn séu orðnir of margir og það þurfi eitthvað að gera í því," svarar Þór en bætir við að þingmenn séu hræddir við að gagnrýna ferðaþjónustuna en tali um það sín á milli að eitthvað þurfi að gera í málunum en hvað nákvæmlega viti í raun enginn. Þór Saari ræddi stöðu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af þeirri skattahækkun sem blasir við í greininni á Alþingi í dag. Hér að ofan má heyra viðtalið við Þór í heild sinni.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Sjá meira