Innlent

Strætófarþegar ekki fleiri í áratug

LVP skrifar
Strætisvagnafarþegar hafa ekki verið fleiri hér á landi í meira en áratug. Um níu milljónir farþega ferðust með strætó á síðasta ári sem er um tuttugu prósent aukning frá fyrra ári.

„Síðasta ár var um það bil tuttugu prósent farþegaaukning, okkur vantar endanlegar tölur fyrir desember, en það bendir til þess að við séum að fá um það bil níu milljónir farþega á síðasta ári," segir Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó.

Einar segir fleira vinnandi fólk nýta sér strætó en áður. Farþegar hafa ekki verið fleiri í strætisvögnum síðan að Strætó bs. var stofnað árið 2001. Undanfarið hefur verið unnið að því að efla þjónustu við farþega. GPS búnaði hefur verið komið fyrir í öllum vögnum. Hann gerir farþegum kleift að nota netið eða símana sína til að fylgjast með því hvar vagnarnir eru staddir hverju sinni.

„Þetta á að auðvelda fólki að taka strætó og líka veita betri upplýsingar um það hvar við erum hverju sinni á leiðinni. Núna í dag erum við að byrja að veita þjónustu eftir öllu Suðurlandinu,"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×