Innlent

Strokufanginn kominn á Litla-Hraun

Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, í Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. Matthías Máni var vel vopnum búinn þegar hann var sóttur, með skotvopn og fleira með sér. Hann hafði að auki með sér bakpoka með mat og fleira.



Að sögn Arnars Rúnars Marteinssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, var hann vel á sig kominn þegar hann gaf sig fram. Þegar hann stóð fyrir utan bæinn hringdi fólkið í lögreglu, en eftir það samtal var honum strax boðið inn í hlýjuna og gefið heitt að drekka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×