Viðskipti innlent

Þorsteinn segir dóminn mikil vonbrigði

BBI skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson, stærsti eigandi Samherja, segir að dómur Hæstaréttar sem féll í dag feli beinlínis í sér að menn hafi ekki rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald hefur mál enn til rannsóknar.

Þorsteinn segir dóminn mikil vonbrigði enda hafi Samherji hreinlega sýnt fram á að útreikningar Seðlabankans sem byggt er á í málinu séu rangir.

Hæstiréttur vísaði kröfum Samherja um að rannsókn Seðlabankans á fyrirtækinu yrði dæmd ólögmæt frá dómi.

Yfirlýsing Þorsteins í heild sinni er svofelld: „Þessi dómur Hæstaréttar er auðvitað mikil vonbrigði og vekur furðu. Hann segir beinlínis að menn hafi ekki rétt á því að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald hefur mál til rannsóknar. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir að Samherji hafi hrakið málatilbúnað Seðlabanka með afar sterkum rökum. Samherji hefur sýnt fram á að útreikningar Seðlabankans sem aðgerðir hans gegn félaginu byggja á, eru beinlínis rangir. Hæstiréttir segir fullum fetum að brotið hafi verið á rétti Samherja við málsmeðferðina en engu að síður er málinu vísað frá dómi."


Tengdar fréttir

Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram

Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×