Erlent

Þekktur Dani bendlaður við Stasi

Forsætisráðherra Helle-Thorning Schmidt telur ekki þörf á að leita til CIA.
Nordicphotos/afp
Forsætisráðherra Helle-Thorning Schmidt telur ekki þörf á að leita til CIA. Nordicphotos/afp Vísir/afp
Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna.

Friis kveðst ekki vera reiðubúinn að birta nafn njósnarans að svo stöddu og segist fyrst þurfa aðgang að Rosenholz-skjalasafninu sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, fékk við sameiningu þýsku ríkjanna. Það er mat Friis að þar kunni lykillinn að danska njósnamálinu að vera. Vísindamenn hafa ekki aðgang að þessu skjalasafni en stjórnvöld geta farið fram á að fá upplýsingar úr því. Það hafa stjórnvöld í bæði Þýskalandi og Frakklandi gert.

Hópur danskra sagnfræðinga hefur hins vegar gagnrýnt Friis og starfsaðferðir hans. Forsætisráðherra Danmerkur, Helle-Thorning Schmidt, telur dönsk stjórnvöld ekki þurfa að sækja um aðgang að safninu. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði hún að teldu menn sig búa yfir upplýsingum um glæpsamlegt athæfi ættu þeir að snúa sér til lögreglunnar og í þessi tilviki til dönsku leyniþjónustunnar. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×