Fótbolti

Pearce vill ekki fastráðningu sem landsliðsþjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuart Pearce.
Stuart Pearce. Nordic Photos / Getty Images
Stuart Pearce segir að hann sé ekki tilbúinn til að gerast þjálfari A-landsliðs karla í fullu starfi. Hann sé þó reiðubúinn að fara með liðið á EM í sumar.

Pearce sinnir nú þessu starfi tímabundið þar sem að Fabio Capello hætti sem landsliðsþjálfari í síðasta mánuði. Hann stýrði enska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Hollandi í gær en leikurinn tapaðist, 3-2.

Pearce segist viljugur að stýra Englandi á EM í sumar verði leitað eftir því. „Ég treysti mér til þess vegna þess að ég bý yfir reynslu af því að hafa spilað og þjálfað í alþjóðlegri knattspyrnu," sagði Pearce.

„Ég naut vikunnar mikið og ég myndi njóta þess að stýra liðinu í sumar. En það eina sem vakir fyrir mér er að gefa knattspyrnusambinu tíma til að finna einhvern annan til að taka við starfinu."

„Það verður einhver annar en ég sem mun taka við starfi landsliðsþjálfara - það verður ekki ég."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×