Liðsmunurinn dugði FCK ekki | Ragnar og Rúrik úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2012 15:18 Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
FC Kaupmannahöfn gerði 1-1 jafntefli gegn Steaua Búkarest í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. FCK fékk átta stig í E-riðli líkt og Stuttgart en þýska liðið fer áfram á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru í byrjunarliði FCK en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi liðsins. Sölvi á ekki upp á pallborðið hjá belgískum þjálfara liðsins og hefur lítið spilað undanfarnar vikur og mánuði. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en dró til tíðinda snemma í þeim síðari. Cristian Tanase, framherji gestanna, fékk þá að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap. Tanase féll þá í teignum fyrir litlar sakir að mati tyrknesks dómara leiksins. Umdeild ákvörðun en henni var ekki breytt. Heimamenn sóttu í sig veðrið í kjölfarið og gerðu sig líklega upp við mark gestanna. Ragnar Sigurðsson skaut framhjá úr dauðafæri og Andreas Cornelius skallaði beint á markvörð Rúmenanna af markteig. Raul Rusescu kom gestunum yfir upp úr þurru á 73. mínútu með skoti langt utan af velli sem breytti um stefnu af varnarmanni. Kim Christensen í marki heimamanna hefði getað gert betur en boltinn fór framhjá honum á nærstönginni. Varamaðurinn Igor Vetokele jafnaði metin skömmu fyrir leikslok en nær komust heimamenn ekki. Jafnteflið tryggði Steaua efsta sæti riðilsins en Stuttgart, sem tapaði óvænt 1-0 heima gegn Molde, hafnaði í öðru sæti. Rúrik Gíslason fór meiddur af velli í síðari hálfleik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Í beinni: Bayern - Inter | Tekst Ítölunum að stöðva Kane? Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti