Fótbolti

Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marek Hamsik.
Marek Hamsik. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar.

„Þetta verður frábær leikur og þetta er leikur ársins fyrir okkur. Undanúrslitaleikurinn í bikarnum á móti Siena er vissulega mikilvægur fyrir okkur en Meistaradeildin er svo miklu meira," sagði Marek Hamsik í viðtali í Corriere dello Sport.

„Þessi leikur verður mikil veisla fyrir okkar frábæru stuðningsmenn sem og fyrir okkur leikmennina," sagði Hamsik og gaf lítið fyrir að Chelsea-liðið væri í vandræðum.

„Chelsea í kreppu? Það er nú bara eitthvað sem blaðamenn skrifa. Þeir hafa reyndar bara unnið einn af síðustu sex leikjum sínum," sagði Hamsik.

Marek Hamsik er með 6 mörk og 7 stoðsendingar í 24 leikjum í ítölsku deildinni á þessu tímabili en hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í sex leikjum í Meistaradeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×