Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu 20. apríl 2012 11:00 Óskar Jónason er að hefja tökur á þriðju seríunni um blaðakonuna Láru í Pressu 3 en serían fer í loftið í haust. „Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira