"Breið sátt um stjórnarskrárbreytingar stendur ekki til boða" 2. ágúst 2012 21:37 Alþingi. mynd/GVA Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari. Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari.
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira