Menning

Fágætar bækur boðnar upp

Margt verður boðið upp sem heyrir fortíðinni til.
Margt verður boðið upp sem heyrir fortíðinni til.
Stjörnufræði handa alþýðu í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar er meðal muna á uppboðinu.

Fornbókabúðin Bókin er með uppboð á vefnum (www.uppbod.is) í samstarfi við Gallerí Fold. Þar er úrval fágætra bóka, til dæmis fyrsta bók Steinunnar Sigurðardóttur, Sífellur og brautryðjandaverk Björns Th. Björnssonar, Íslenzk myndlist. Þá eru boðnar bækur Þorvalds Thoroddsen, Lýsing Íslands, Landskjálftar á Íslandi og Árferði á Íslandi og tímaritið Verðandi sem Hannes Hafsein gaf út.

Rit frá gömlu íslensku prentstöðunum, Hólum, Leirárgörðum og Viðey, verða boðin upp, meðal annars Stjörnufræði, létt og handa alþýðu í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar og Leirgerður, sálmabókin frá Leirárgörðum, prentuð 1801, Húspostillur Vídalíns prentaðar á Hólum í Hjaltadal 1744, einnig útgáfa frá 1750. Góð eintök í upprunalegum böndum og með silfurspenslum.

Bækurnar verða til sýnis í Bókinni að Klapparstíg 25 til 27, dagana 30. nóvember til 1. desember.

Uppboðinu lýkur 2. desember 2012.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×