Menning

Furðuleg framtíð

Zardoz verður sýnd í Bíói Paradís á sunnudagskvöld. 



Kvikmyndin Zardoz eftir John Boorman verður sýnd á Svörtum sunnudegi í Bíói Paradís. Myndin er frá árinu 1974 og skartar Sean Connery í aðalhlutverki.

John Boorman hafði nýlokið við kvikmyndina Deliverance þegar hann hófst handa við Zardoz. Sagan gerist árið 2293 og hefur heimurinn farið í gegnum miklar breytingar frá okkar tíma. Connery leikur hlutverk hermannsins Zed sem lendir í stórfurðulegum ævintýrum.

Zardoz varð mjög umdeild og hlaut litla aðsókn þegar hún var frumsýnd. Í seinni tíð hefur hún komið sér á stall ásamt öðrum „költ" myndum og er í dag talin af mörgum ein besta mynd Boormans.

Sýningar hefjast klukkan 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×