Steinþór Freyr Þorsteinsson fór á kostum í liði Sandnes Ulf í dag er liðið vann öruggan sigur, 5-1, á Fredikstad í mikilvægum botnbaráttuslag.
Steinþór Freyr byrjaði á því að leggja upp tvö mörk og það var svo vel við hæfi að hann skoraði síðasta mark leiksins á 89. mínútu.
Arnór Ingvi Traustason spilaði síðasta hálftíma leiksins fyrir Sandnes en Óskar Örn Hauksson fékk aðeins að spila í tíu mínútur.
Sandnes er í þriðja neðsta sæti eftir sigurinn og er komið upp fyrir Fredrikstad á töflunni eftir þennan góða sigur.
Steinþór skoraði og lagði upp tvö mörk
