Shadow Creatures sendir frá sér litríka undirfatalínu 12. mars 2012 14:00 Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl. Þær segjast hafa gaman af því að prófa nýja hluti í hönnuninni. Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. „Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma," segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. „Þetta á auðvitað að vera þægilegt og ekki kvöl og pína og það liggja því meiri pælingar á bak við tæknilegar útfærslur á þessu en mörgum öðrum flíkum. Við slepptum til dæmis öllum spöngum og þess háttar og gerðum meira út á þægindi og litagleði." Systurnar hafa þegar fengið prótótýpurnar í hendurnar og hafa því prufureynt nærfötin sjálfar og ber Edda þeim vel söguna. „Við höfum að sjálfsögðu gengið í þessu og ég get því fullyrt að nærfötin eru mjög þægileg," segir Edda og hlær. Innt eftir því af hverju þær ákváðu að hanna heila nærfatalínu segir Edda fyrirtæki þeirra systra ungt og enn í þróun. „Okkur langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Við erum ungt fyrirtæki ennþá og það er gaman að geta nýtt sér frelsið til að prófa sig áfram á meðan maður getur. Okkur þótti þetta skemmtilegt verkefni og mundum gjarnan vilja halda áfram á þessari braut en við viljum líka geta þrifist í þessum bransa og verðum því einnig að taka mið af óskum kaupenda. Framhaldið ræðst því svolítið af móttökunum núna í apríl."Mynd/Esther ÍrSysturnar nýta hvert tækifæri til að sinna hönnuninni og eru þessa dagana að einbeita sér að næstu fatalínu. „Við erum alltaf að vinna í þessu og afslöppunartímarnir eru fáir," segir Edda að lokum. Undirfatnaður Shadow Creatures verður fáanlegur í versluninni Kiosk á Laugavegi í apríl. sara@frettabladid.is Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Systurnar Edda og Sólveig Guðmundsdætur hafa hannað fatnað saman undir heitinu Shadow Creatures síðastliðin tvö ár. Þær hafa nú bætt við sig og senda frá sér sína fyrstu undirfatalínu í apríl, en afar fáir íslenskir hönnuðir hafa fetað þá slóð. „Þetta er búið að vera langt ferli, en það er það yfirleitt. Fyrst hannar maður flíkina, sýnir hana, setur í framleiðslu og loks í sölu, allt tekur þetta sinn tíma," segir Edda um nýju línuna og bætir við að mikill tími hafi einnig farið í tæknilegar útfærslur á nærfatnaðinum. „Þetta á auðvitað að vera þægilegt og ekki kvöl og pína og það liggja því meiri pælingar á bak við tæknilegar útfærslur á þessu en mörgum öðrum flíkum. Við slepptum til dæmis öllum spöngum og þess háttar og gerðum meira út á þægindi og litagleði." Systurnar hafa þegar fengið prótótýpurnar í hendurnar og hafa því prufureynt nærfötin sjálfar og ber Edda þeim vel söguna. „Við höfum að sjálfsögðu gengið í þessu og ég get því fullyrt að nærfötin eru mjög þægileg," segir Edda og hlær. Innt eftir því af hverju þær ákváðu að hanna heila nærfatalínu segir Edda fyrirtæki þeirra systra ungt og enn í þróun. „Okkur langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Við erum ungt fyrirtæki ennþá og það er gaman að geta nýtt sér frelsið til að prófa sig áfram á meðan maður getur. Okkur þótti þetta skemmtilegt verkefni og mundum gjarnan vilja halda áfram á þessari braut en við viljum líka geta þrifist í þessum bransa og verðum því einnig að taka mið af óskum kaupenda. Framhaldið ræðst því svolítið af móttökunum núna í apríl."Mynd/Esther ÍrSysturnar nýta hvert tækifæri til að sinna hönnuninni og eru þessa dagana að einbeita sér að næstu fatalínu. „Við erum alltaf að vinna í þessu og afslöppunartímarnir eru fáir," segir Edda að lokum. Undirfatnaður Shadow Creatures verður fáanlegur í versluninni Kiosk á Laugavegi í apríl. sara@frettabladid.is
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira