Nýjar Þjórsárvirkjanir gætu skilað yfir 20 milljörðum á ári Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2012 19:30 Virkjanir í Þjórsá, sem stjórnarflokkarnir ræða nú um að falla frá eða setja á bið, gætu skilað Landsvirkjun yfir tuttugu milljarða króna tekjum á hverju ári í framtíðinni. Búrfellsvirkjun er sennilega gott dæmi um gullkvörn en það orð notaði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar fyrir rúmu ári um fyrirtækið. Búrfellsvirkjun hefur verið skuldlaus í tvo áratugi, var greidd upp árið 1991, og skilar nú sjö milljarða króna tekjum á ári. Þessa dagana er rætt innan ríkisstjórnarflokkanna um að hætta við fyrirhugaðar virkjanir í neðri í Þjórsá en þær fóru allar í gegnum umhverfismat fyrir átta árum og í útboðshönnun fyrir fimm árum. Í umræðunni hefur lítt verið fjallað um þá tekjumöguleika sem samfélagið yrði af með slíkri ákvörðun. Til að áætla mögulegar tekjur af hinum umdeildu virkjunum notum við tölur úr síðustu ársskýrslu Landsvirkjunar um tekjur af raforkusölu og miðum við líklega meðalkeyrslu rennslisvirkjana. Urriðafossvirkjun, með 980 gígavattsstunda ársframleiðslu, gæti skilað yfir þrjúþúsund milljóna króna tekjum á ári, 415 gígavattstundir úr Holtavirkjun gætu skilað 1.300 milljónum og 665 gígavattstundir úr Hvammsvirkjun yfir tvöþúsund milljónum króna. Við bætum Norðlingaölduveitu í efri Þjórsá við, þótt hún sé ekki virkjun, en aukin orkuvinnsla annarra virkjana vegna hennar upp á 605 gígavattstundir gæti skilað 1.900 milljónum króna á ári. Nýjar Þjórsárvirkjanir gætu þannig gefið yfir átta milljarða króna árstekjur. Hér er hins vegar miðað við orkuverð árið 2010, en Landsvirkjun spáir því að verðið tvöfaldist á næstu tuttugu árum, sem myndi tvöfalda þessar tölur. Urriðafossvirkjun skilaði þá yfir sex milljörðum króna á ári, Holtavirkjun 2,6 milljörðum, Hvammsvirkjun rúmlega fjórum milljörðum króna og Norðlingaölduveita tæplega fjórum milljörðum, og árstekjurnar færu samtals í nærri sautján milljarða króna. Aukið vatnsrennsli um 20% vegna hlýnunar, sem nú er spáð, gæti svo enn aukið raforkusölutekjur þessara virkjana og fært þær yfir tuttugu milljarða króna á ári. Hér er eingöngu reynt að áætla söluverðmæti þeirrar raforku sem nýjar Þjórsárvirkjanir gætu framleitt. Ekki er lagt mat á kostnað við að byggja virkjanirnar. Ekki eru heldur reiknaðar tekjur sem myndu skapast af þeirri starfsemi, sem nýtti orkuna. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Virkjanir í Þjórsá, sem stjórnarflokkarnir ræða nú um að falla frá eða setja á bið, gætu skilað Landsvirkjun yfir tuttugu milljarða króna tekjum á hverju ári í framtíðinni. Búrfellsvirkjun er sennilega gott dæmi um gullkvörn en það orð notaði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, á haustfundi Landsvirkjunar fyrir rúmu ári um fyrirtækið. Búrfellsvirkjun hefur verið skuldlaus í tvo áratugi, var greidd upp árið 1991, og skilar nú sjö milljarða króna tekjum á ári. Þessa dagana er rætt innan ríkisstjórnarflokkanna um að hætta við fyrirhugaðar virkjanir í neðri í Þjórsá en þær fóru allar í gegnum umhverfismat fyrir átta árum og í útboðshönnun fyrir fimm árum. Í umræðunni hefur lítt verið fjallað um þá tekjumöguleika sem samfélagið yrði af með slíkri ákvörðun. Til að áætla mögulegar tekjur af hinum umdeildu virkjunum notum við tölur úr síðustu ársskýrslu Landsvirkjunar um tekjur af raforkusölu og miðum við líklega meðalkeyrslu rennslisvirkjana. Urriðafossvirkjun, með 980 gígavattsstunda ársframleiðslu, gæti skilað yfir þrjúþúsund milljóna króna tekjum á ári, 415 gígavattstundir úr Holtavirkjun gætu skilað 1.300 milljónum og 665 gígavattstundir úr Hvammsvirkjun yfir tvöþúsund milljónum króna. Við bætum Norðlingaölduveitu í efri Þjórsá við, þótt hún sé ekki virkjun, en aukin orkuvinnsla annarra virkjana vegna hennar upp á 605 gígavattstundir gæti skilað 1.900 milljónum króna á ári. Nýjar Þjórsárvirkjanir gætu þannig gefið yfir átta milljarða króna árstekjur. Hér er hins vegar miðað við orkuverð árið 2010, en Landsvirkjun spáir því að verðið tvöfaldist á næstu tuttugu árum, sem myndi tvöfalda þessar tölur. Urriðafossvirkjun skilaði þá yfir sex milljörðum króna á ári, Holtavirkjun 2,6 milljörðum, Hvammsvirkjun rúmlega fjórum milljörðum króna og Norðlingaölduveita tæplega fjórum milljörðum, og árstekjurnar færu samtals í nærri sautján milljarða króna. Aukið vatnsrennsli um 20% vegna hlýnunar, sem nú er spáð, gæti svo enn aukið raforkusölutekjur þessara virkjana og fært þær yfir tuttugu milljarða króna á ári. Hér er eingöngu reynt að áætla söluverðmæti þeirrar raforku sem nýjar Þjórsárvirkjanir gætu framleitt. Ekki er lagt mat á kostnað við að byggja virkjanirnar. Ekki eru heldur reiknaðar tekjur sem myndu skapast af þeirri starfsemi, sem nýtti orkuna.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira