Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 9. febrúar 2012 17:18 Paul di Resta ók fyrir Force India í fyrra og gerir það aftur í ár. Hann telur bílana enn betri en þá í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. nordicphotos/afp Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott." Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott."
Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira