Holger Stanislawski var rekinn sem þjálfari Hoffenheim í dag og það er óhætt að segja að gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki í góðum málum. Gylfi er að slá í gegn í láni hjá Swansea en á meðan er ástandið slæmt innan herbúða Hoffenheim sem er auk þess að nálgast fallbaráttuna með hverju tapinu á fætur öðru.
Tom Starke, markvörður Hoffenheim, tjáði sig um stöðu mála hjá Hoffenheim eftir tapið á móti b-deildarliðinu Greuther Fuerth í gærkvöldi.
„Það er mikil ólga innan félagsins," viðurkenndi Tom Starke og ítrekaði áhyggjur sínar. „Það er mikill órói innan okkar raða og það er okkar eigin sök. Allt Þýskaland er að hlæja að okkur," sagði Starke.
„Þetta er hættulegt ástand því við stöndum ekki saman inn á vellinum og það er aldrei góð staða fyrir nokkurt lið. Það er engin ástæða til að láta sem ekkert sé að," sagði Starke.
Gamli liðsfélagi Gylfa: Allt Þýskaland er að hlæja að Hoffenheim-liðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

