Vísar því á bug að netsamband Íslands við umheiminn hafi verið í hættu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 20:15 Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Forstjóri Farice vísar því á bug að netsamband við umheiminn hafi verið hættu vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Ríkissjóður þurfti að greiða afborgun af láni Farice upp á þriðja hundrað milljónir króna fyrr í þessum mánuði þar sem fyrirtækið átti ekkert laust fé. Fyrr í þessum mánuði átti Farice ekki laust fé til að greiða afborgun á láni upp á 226,5 milljónir króna. Ríkissjóður þurfti því að hlaupa undir bagga og standa straum af greiðslunni, en það var Morgunblaðið í dag sem greindi frá þessu. Lausafjárvandræði fyrirtækisins áttu hins vegar ekki að koma neinum á óvart sem fylgst hafði með starfsemi þess því í ársreikningi Farice fyrir árið 2010 var sérstaklega varað við yfirvofandi lausafjárvanda. Að sögn forstjórans hafði fyrirtækið leitað úrræða til að bregðast við þessu um nokkra hríð áður en leitað var til ríkissjóðs, en stærstu hluthafar Farice eru Landsvirkjun, Arion banki og íslenska ríkið. Eftir að ríkissjóður afstýrði því að lánasamningar fyrirtækisins kæmust í uppnám með greiðslu afborgunar upp á 226,5 milljónir króna gerðu ríkissjóður og Farice þjónustusamning til fimm ára til að tryggja netsamband við útlönd. Á þessu ári verða útgjöld ríkisins 355 milljónir króna vegna þessa samnings.Aldrei tæknileg hætta á sambandsrofi að sögn forstjórans Var netsamband við útlönd í hættu? „Nei það var aldrei í hættu. Það var aldrei nein tæknileg hætta á því að sambandið myndi rofna," segir Ómar Benediktsson, forstjóri Farice.Hluti af innviðum samfélagsins Ef þið hefðuð ekki staðið í skilum með þetta lán, hvað hefði þá gerst? „Það er ekki alveg skýrt. Við hefðum kannski fundið aðrar leiðir, en þetta lá beinast við (gerð þjónustusamnings innsk.blm). Það eru miklir hagsmunir lands og þjóðar að þetta samband sé uppi og ríkissjóður er í ábyrgð fyrir þessu láni," segir Ómar. „Þetta er hluti af innviðum samfélagsins, fjarskipta- og tölvusambandið við útlönd og það væri áfall og álitshnekkir og gerði ekkert nema tjón og skaða að láta þetta fyrirtæki lenda í vandræðum með afborganir. Við erum búin að endurfjármagna það og leggja því til eigið fé og núna er verið að styðja við það með þessum þjónustusamningi og tryggja þar með almannahagsmunina, að þessi sambönd séu til staðar og við lendum ekki í neinum vandræðum með þau," segir Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ríkissjóður bjargaði Farice til þess að tryggja netsamband við útlönd Ríkissjóður þurfti að koma Farice ehf. til bjargar fyrr í þessum mánuði til að tryggja netsamband við útlönd. Fyrirtækið, sem rekur tvo sæstrengi milli Íslands og Evrópu, gat ekki staðið í skilum með 226 milljóna króna afborgun af láni. Ríkið hefur nú gert þjónustusamning við Farice á grundvelli almannahagsmuna. 17. apríl 2012 12:08