Erlent

Rugluð yfirlýsing Breivik vakti furðu í réttarsalnum

Yfirlýsing sú sem fjöldamorðinginn Anders Breivik fékk að lesa upp í réttarhöldunum í Osló í morgun vakti furðu viðstadda.

Breivik sagðist tala í nafni Knights Templar samtakanna og vísaði því á bug að hann væri nasisti, fasisti eða samkynhneigður. Þá kvartaði Breivik undan skorti á lýðræði í Noregi og raunar allri Evrópu. Hann nefndi að Norðmenn hefðu ekki fengið að kjósa um komu erlends fólks, eða innflytjenda, til landsins.

Breivik sagði einnig í þessu sambandi að raunverulegt lýðræði hefði ekki verið til í Evrópu síðan á dögum Hitlers í Þýskalandi.

Í yfirlýsingunni sagði Breivik einnig að fjöldamorðin í Osló og Útey væru sök fjölmiðla í Noregi. Þeir hefðu alveg brugðist við að vara landsmenn sína við hættunni af innflytjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×