Erlent

Íþróttakrakkar fá hærri einkunnir í skóla

Á skautanámskeiði Líkamlegt atgervi ræður miklu um hvernig börnum gengur í skóla.
Á skautanámskeiði Líkamlegt atgervi ræður miklu um hvernig börnum gengur í skóla. Fréttablaðið/vilhelm
Börn sem eru í skólaíþróttum fimm sinnum í viku auk fleiri líkamsæfinga eru ekki bara í betra líkamlegu formi en börn sem eru í skólaíþróttum tvisvar í viku heldur fá þau einnig hærri einkunnir.

Þetta eru niðurstöður könnunar vísindamanna við háskólann í Malmö í Svíþjóð sem fylgst hafa með yfir tvö hundruð grunnskólabörnum um níu ára skeið.

Af þeim nemendum sem fengu meiri íþróttakennslu náðu 96 prósent lágmarkseinkunn upp í framhaldsskóla en 89 prósent í viðmiðunarhópnum. Mestur munurinn var hjá strákunum, 96 prósent á móti 83 prósentum. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×