Innlent

Illugi vill frekar betri spítala en ný jarðgöng

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Þorgerði Katrínu flokkssystur sinni.
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt Þorgerði Katrínu flokkssystur sinni.
Það voru gerð mistök þegar ákveðið var að veita 10 milljörðum í lán vegna framkvæmda við Vaðlaheiðagöng, í stað þess að bæta tækjakost Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

Í umræðunni um störf þingsins var staða Landspítalans til umræðu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp í umræðunum og Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar, svaraði henni. Þau bentu meðal annars bæði á að vandinn væri ekki nýr. Fullyrti Björn Valur meðal annars að framlög til tækjakaupa á Landspítalanum hefðu dregist saman um 43% á árunum 2003-2008.

Illugi svaraði því til að í fyrra hefði verið ákveðið að veita lán vegna Vaðlaheiðaganga í stað þess að takast á við vanda Landspítalans. „Þetta er áminning um það að við þurfum að forgangsraða þegar kemur að því að ráðstafa skattfé borgaranna," segir Illugi.

Orð Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Í Reykjavík síðdegis á dögunum voru á svipaða leið og orð Illuga Gunnarssonar. Hann sagði þó að allir stjórnmálaflokkar hefðu staðið sig jafn illa við að gæta hagsmuna Landspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×