Skömm og þunglyndi fylgir ófrjósemi Erla Hlynsdóttir skrifar 1. október 2012 19:15 Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fimmtán prósent para glíma við ófrjósemi. Skömm og þunglyndi getur fylgt í kjölfarið að sögn Jessicu Leigh Andrésdóttur, konu sem hefur reynt að eignast barn í sex ár. Jessica skrifaði grein um ófrósemina sem birtist í dag á Bleikt.is og vakti mikla athygli. Hún er ósátt við leyndarhyggjuna í kring um ófrjósemi. „Ef að ég myndi til dæmis greinast með krabbamein þá myndi ég örugglega segja fleirum frá því en ef ég væri með ófrjósemi og það er eitthvað sem mér finnst þurfa að breytast, að þetta sé eitthvað feimnismál." Gunnar Rafn Heiðarsson, eiginmaður Jessicu, er á sama máli. „Þegar konan mín hringdi í mig áðan og sagði að hún vildi fá okkur í viðtal þá vissi ég ekki alveg hvað ég vildi gera, þetta kom svolítið flatt upp á mig, en mér finnst óþarfi að fela þetta, þetta er ekkert sem fólk þarf að skammast sín fyrir," segir hann. Þau höfðu í tvö ár reynt að eignast barn þegar hún var greind með óútskýrða ófrjósemi. „Það er eiginlega bara skelfilegt og í okkar tilfelli höfum við glímt við þetta í sex ár, og á þessum sex árum, eins og ég skrifa í greininni hefu ég einangrað mig mjög mikið svo er nýlega búið að greina mig með vægt þunglyndi og kvíða, sem er hægt að tengja við þetta, og það er í raun og veru allt hægt að rekja til ófrjóseminnar, eins og ég upplifi, höfnunar á því að verða móðir." Um fimmtán prósent para geta ekki eignast barn vegna ófrjósemi. „Það glímir gríðarlegur fjöldi íslendinga við þetta vandamál og ég sé ekki nokkra ástæðu til að fela það fyrir nokkrum manni." Í fyrra byrjuðu þau í meðferð fyrir fyrstu glasafrjóvgunina sem var mjög sársaukafull fyrir Jessicu. Fyrir eggheimtuna oforvaðist Jessica og náðust 23 egg, sem er afar mikið. „Og það verður til þess að eggjastokkarnir stækka og út frá þeim vellur vökvi og á þessum tíma þyngdist ég um tólf kíló á bara nokkrum dögum, ég átti erfitt með að labba á klósettið, mér leið skelfilega illa andlega." Og Jessica varð ekki ólétt „Þetta hefur oft minni áhrif á karlmenn þar sem þeir eru oft, hvað eigum við að segja, tilfinningalega bældari út á við og það er einhver svona macho ímynd sem þarf að vera til staðar en að sjáflsögðu hvílir þetta þungt á manni." Jessica missti fóstur í sumar og núna einbeita þau sér að því að byggja sig upp. Þau eiga þó enn tvo skammta í frysti. „Það er náttúrulega okkar heitasta ósk að eignast barn, það er eitthvað sem mann langar virkilega til , þannig að það hefur náttúrulega einhver áhrif , vitandi ekki hvort það tekst á endanum eða hvernig það fer," segir hún.Samtökin Tilvera boða til vitundarvakningar um ófrjósemi dagana 10. til 16. október. Sjá nánar hér.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira